Núna er 11% afsláttur af öllu í vefverslun og til og með 11/11/24

Barnabókin um sundafrek Sæunnar komin út!

Í dag var útgáfu bókarinnar um Sundkýrina Sæunni fagnað með fjölmenni í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri. Nú er loksins þessi magnaða sanna saga um Sæunni komin á prent, þar sem hún flúði örlög sín með sundi yfir Önundarfjörðinn, þegar það átti að leiða hana til slátrunar.

Var helstu persónum sögunar gefin fyrstu eintök bókarinnar við hátíðilega athöfn í Gömlu Bókabúðinni í dag ásamt því sem rithöfundurinn las upp úr bókinni. Bókin er nú fáanleg í öllum betri bókabúðum á Íslandi, og auðvitað Í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri, sem er opin alla laugardaga í vetur frá kl. 12:00 – 16:00.

Eyþór, verslunarsjóri Gömlu Bókabúðarinnar og höfundur bókarinnar var einnig í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 og má lesa nánar um það hér á vefsíður Rúv.