Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20,000 kr.

Kaupum sjaldnar, en betri hluti!

Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson sérhæfir sig í að bjóða upp á fyrsta flokks vörur sem eru í senn fallegar og nytsamlegar og byggja á langri sögu og mikilli hefð. Við trúum því að með því að vanda valið og fjárfesta í vönduðum vörum þarf ekki að kaupa jafn mikið og ganga meira á auðlindir jarðar en nú þegar er gert.

Gamla Bókabúðin á Flateyri, eins og hún er jafnan kölluð er elsta upprunalega verslun Íslands. Verslunin hefur verið starfrækt allt frá árinu 1914. Verslunin er enn starfrækt í sama húsnæði með upprunalegum innréttinum og verslunartækin sem við notum í dag hafa staðið vaktina þar frá fyrrihluta seinustu aldar, hvort sem það er viktin, yddarinn, skærin, mælistikur eða annað. Allt hefur þetta staðist tímans tönn, enda vandaðar vörur, gerðar til að endast.

Við viljum þróa verslunarhætti framtíðar í átt til fortíðar. Hvernig væri að hægja aðeins á öllu? Notum minna, notum betur og látum okkur duga það að kaupa hvern hlut aðeins einu sinni yfir ævina. Það græða allir á því, þegar uppi er staðið.

Með þetta að leiðarljósi höfum við jafnt og þétt verið að styrkja vöruúrval okkar í þess átt. Að bjóða upp á vörur og vörumerki sem hafa verið í framleiðslu áratugum og öldum saman. Þetta eru vörumerki sem vita hvað fellst í því að bjóða upp á vandaðar og endingagóðar vörur. Það lifir enginn framleiðandi af í heila öld án þess að bjóða upp á fyrsta flokks vörur og þjónustu.

Upphafleg teikning af M15 El Casco heftaranum frá árinu 1932. Hann er enn í framleiðslu í sömu mynd.

Meðal þeirra vörumerkja sem Gamla Bókabúðin bíður upp á í dag er Falcon Enamelware (1920), Blackwing (1930), Kaweco (1883) og El Casco (1920) - Samanlagður starfsaldur þessara fjögra vörumerkja og verslunarinnar spannar því 546 ár þegar þetta er ritað. Það er þekking og reynsla sem skilar sér í gæðum og endingu fyrir þig.

Er ekki skemmtilegra, þegar kemur að kveðjustund að skilja eftir sig fallega handgerða erfðargripi, en ruslahauga fulla af einnota drasli?