Nú eru aðeins tveir mánuðir til jóla og þá er ágætt að fara að huga að jólagjöfum fyrir starfsfólk þitt, sérstaklega þegar um fjölmennan vinnustað er um að ræða. Gamla Bókabúðin á Flateyri hefur starfað í 107 jól og er því komin með ágæta reynslu í því að útvega skemmtilegar og vandaðar jólagjafir sem gleða og endast næstu áratugina.
Eftir 107 ár í rekstri höfum við ákveðið að opna rafrænt útibú á veraldarvefnum. Þrátt fyrir að það jafnist ekkert við þá upplifun að mæta í holdheimum í Gömlu Bókabúðina, þar sem tíminn hefur staðið í stað, höfum við í auknu mæli verið að selja vörur okkar í gegnum síma, facebook og tölvupósta.