Sagan
Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni sem er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er hann því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum.
Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt, er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæða vörum. Þá flytur verslunin inn mörg erlend vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár.
Í Gömlu bókabúðinni er einnig hægt að ferðast 70 ár aftur í tímann með því að heimsækja kaupmannsíbúðina sem er í sama húsnæði, en hún hefur haldið sér nánast óbreytt frá því að verslunarstjórinn Jón Eyjólfsson lést árið 1950. Er íbúðin líklegast eina varðveitta íbúðin frá fyrri hluta seinustu aldar og því algjörlega einstök á landsvísu.