Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr.

Crane bréfsefni. - Blómakrans.
Crane bréfsefni. - Blómakrans.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Crane bréfsefni. - Blómakrans.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Crane bréfsefni. - Blómakrans.

Crane bréfsefni. - Blómakrans.

Venjulegt verð
4.800 kr
Söluverð
4.800 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

Crane pappírsframleiðslan á sér rúmlega 250 ára sögu, stofnuð árið 1770 í Bandaríkjunum. Frá fyrsta degi hefur Crane verið leiðandi í pappírsframleiðslu, hvort sem það er hinn einstaki bómullarpappír sem Crane hefur framleitt fyrir Bandaríska peningaseðla í 200 ár eða boðskort í sögulegar veislur og viðburði. 

Crane hefur í árhundruð skapað sér sess sem einn allra flottasti framleiðandi heims, þegar kemur að bréfsöfnum. Enda er einstakur 100% bómullar pappír Crane engum líkur og frágangur á prenti og þrykki er óaðfinnanlegur.

Það er bæði gaman að senda bréf, og ekki síður ánægjulegra að fá fallegt handritað bréf á fágað Crane bréfsefni á þessari stafrænu, ópersónulegu tölvuöld okkar.

Gefum tölvunni og símanum smá frí og sendum falleg bréf, upp á gamla mátan, til vina, ættingja og elskhuga. Hvort sem það er lítil hugleiðing, þakkarbréf, boðskort eða eitthvað annað skemmtilegt sem lífgar upp á daginn.

Mundu að góð veisla byrjar á boðskortinu. Settu tóninn strax með vönduðu Crane bréfsefni sem dugði til að bjóða til vígsluathafnar Frelsisstyttunnar árið 1886, bréfsefnið sem Franklin D. Roosevelt skrifaði öll jólakortin sín á. Þá þakkaði Jackie Kennedy sýnda samúð með því að senda út Crane bréf, líkt og Elísabet II Bretadrottning þegar hún bauð í 100 ára afmælisveislu móður sinnar. Svo má auðvitað ekki gleyma því að Jimmy Fallon skrifar öll sín þakkarbréf á bréfsefni frá Crane, sem fást nú í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri.

Crane hefur verið partur af heims sögunni í árþúsundarfjórðung. - Og nú getur þú verið partur af sögu Crane.

Crane pappírinn er gerður úr 100% bómull sem gefur pappírnum mýkri og bjartari áferð sem tekur vel við bleki og skilar fallegum, sterkum litum.

Það þarf ekki að fella nein tré við gerð Crane pappírs og framleiðslan þarfnast minna af vatni og óumhverfisvænum efnum við framleiðsluna. Pappírinn er sýrufrír og margfallt endingarbetri en hefðbundinn pappír, gerður úr trjákvoðu.

Askjan inniheldur 15 kort og 15 umslög. 32lb 100% bómullarpappír með blómakrans.