Claus Porto er sápuframleiðandi frá Portúgal sem var stofnaður árið 1887. Sápurnar frá Claus Porto njóta mikillar virðingar fyrir bæði gæði sín og ferska og góða lykt. Sápurnar eru framleiddar eftir gömlum aðferðum og pakkaðar inn í fallegar Art Deco umbúðir sem sækja innblástur sinn í fjölbreyttar og skrautlegar veggjaflísar sem má finna víða í Portúgal.
BARBEAR GRAPEFRUIT FIG sápan angar af greipaldin og rósum, fíkju og vanillu. Klasíks herralyk sem einkenndi rakarastofur í upphafi 20 aldarinnar.
Claus Porto sápurnar eru gerðar úr 100% grænmetisgrunni sem er auðgað með pistasíuhnetufræolíu, vel þekkt innihaldsefni fyrir yfirburða rakagefandi og húðmýkjandi eiginleika. Handverk í rúmlega 130 ár mun tryggja gæði og endingu á sápunni.
Hver sápa er 150gr og er handpökkuð í fallegar umbúðir og innsiglaðar með fallegu vaxi.