Falcon Enamelware er meira en aldargamall breskur búsáhaldarframleiðandi sem hefur verið leiðandi í framleiðslu á stílhreinum og fallegum emaleruðum eldhúsáhöldum.
Þetta er í raun blómavasi í dulagervi, því varan var hönnuð til að geyma eldhúsáhöldin þín á smekklegan hátt í fallegum vasa, en áratugum saman hafa húsmæður um allan heim nýtt þessa fallega hönnun undir fersk blóm eða gömul strá.
Emaleraðar eldhúsvörur endast þér út ævina, eru umhverfisvænar og meiga fara í ofn og þvottavél og þær brotna auðvitað aldrei.
Kaupmannshjónin í Gömlu Bókabúðinni hófu sitt heimili saman árið 1915 og afkomendur þeirra eru enn að nota emelaraðar skálar og diska frá þeim. - Tímalausar, endingargóðar vörur sem fegra heimilið.