Þessi fallegu bókamerki prýða götumynd Hafnarstrætis á Flateyri, þar sem Gamla Bókabúðin stendur. Er götumyndin ein sú elsta og best varðveitta á Íslandi, þar sem flest húsin eru byggð á 19. öld.
Marta Sif teiknaði götumyndina og bókamerkin eru þrykkt á þykkan hágæðapappír af Reykjavík letterpress.
Bókamerkin koma í tveimur gerðum:
- Hvít með rauðu þrykki.
- Brún með grænu þrykki.