Flateyrarhreppur var stofnaður árið 1922 og fagnar því aldar afmæli á næsta ári. Í tilefni af því hafa verið gerið eitt hundrað númeraðir diskar með skjaldarmerki Flateyrarhrepps.
Diskurinn er einstaklega fallegur og stílhreinn sem passar inn á öll falleg heimili. - Diskurinn er frábær gjöf sem gleður, hvort sem það er fyrir sjálfan þig eða einhvern sem þér þykir vænt um og þú veist að þykir vænt um Önundarfjörðinn.
Diskurinn er úr póstulíni og er 20cm í þvermál. Diskurinn er framleiddur af Versluninni Bræðurnir Eyjólfsson, eða Gamla Bókabúðin, eins og hún er jafnan kölluð.
Diskarnir koma aðeins í 100 númeruðum eintökum.