Afhending í boði á Gamla Bókabúðin Í Reykjavík
Venjulega tilbúið á 1 klst
Trudon Húsilmur - REGGIO
350ml.
-
Gamla Bókabúðin Í Reykjavík
Afhending í boði, venjulega tilbúið á 1 klstHverfisgata 34
Hjartagarðurinn
101 Reykjavík
Ísland8400600
Trudon kertaframleiðslan var stofnuð árið 1643 og er elsti kertaframleiðandi heims. Trudon er eini konunglegi kertaframleiðandi Frakklands og sá meðal annars um að útvega Napoléon Bonaparte kerti í hæsta gæðaflokki. Á heimssýningunni í París, árið 1889 þegar Eiffelturninn var opnaður, hlaut Trudon Gullverðlaun fyrir framúrskarandi framleiðslu.
Samhliða kertaframleiðslu býður Trudon upp á hágæða húsilm (deffuseur) þar sem sömu olíur eru nýttar og við gerð kertana. Húsilmurinn kemur í fallegum handgerðum glerkrukkum með gylltu loki og ilmstöngum sem vekja athygli fyrir fegurð og fágun.
Húsilmurinn hentar sérstaklega vel þeim sem vilja hafa stöðugan ilmgjafa í rýminu án þess að þurfa að kveikja á kerti. Uppgefinn endingartími á 350ml húsilminum eru 3-4 mánuðir en okkar reynsla á Íslandi sýnir að það sé mjög varlega áætlað og dæmi um að ilmurinn og olían vari í meira en ár hjá okkar viðskiptavinum.
REGGIO lyktin: Keimur af sítrus frá Kalabríu
Mandarín-tréið, sem var flutt aftur frá Indókína árið 1828, hefur síðan dafnað vel á tilvikum bökkum Miðjarðarhafsins. Mýkt mandarínunnar vísar aftur til forna tíma þegar ilmkjarnaolíur hennar mynduðu glæsilega, ilmandi angan.
Lyktarprófíll:
Höfuð: Greipaldin.
Hjarta: Mandarín.
Húsilmurinn fæst í 350ml. krukkum.
Hægt er að sérpanta áfyllingar fyrir húsilminn.