Kodak Ektar H35N er ný og skemmtileg filmumyndavél sem tekur hefðbundar 35mm filmur, en skilar þó af sér tvisvar sinnum fleiri myndum. Þannig er hægt að taka 72 ljósmyndir á 36 mynda filmu.
Myndavélin er ný og uppfærð útfærsla á Kodak Ektar H35 sem hefur slegið í gegn hjá okkur. Helstu breytingarnar fyrir utan nýtt gamaldags útlit er:
- Glerlinsa sem skilar skarpari ljósmyndum.
- Stjörnu-ljósbrots-stilling, sem skapar skemmtilegt "flair" á myndirnar það sem mesta ljósið er, líkt og af sólinni, ljósum og ljósbrotum af vatni og sjó.
- Langur opnunartími. Hægt er að stilla myndavélina á langan opnunartíma sem er gaman að leika sér með, sérstaklega í lítilli birtu og þegar þú vilt fá hreyfingu á hlutina eða teikna með ljósi. (Hægt er að setja myndavélina á þrífót.)
Myndavélin er létt og skemmtileg með innbyggðu flassi. Linsan er 22mm F11 og F8 með flassi. lokunarhraði er 1/100s eða Bulb. Myndavélin kemur í fallegum Kodak poka.
Kodak er algjör goðsögn þegar kemur að myndavélum og filmum enda var fyrirtækið stofnað árið 1888 í bandaríkjunum.
Legðu nú frá þér símann og taktu upp alvöru gamaldags myndavél þar sem þú færð að upplifa stemminguna við að sækja myndirnar í framköllun og skemmta þér yfir ljósmyndum á pappír sem munu endast um alla ævi.