Sára Galdur hefur reynst einstaklega vel á sár, brunasár, legusár, fótasár, sóríasis, sólbruna og skurði eftir aðgerðir. Smyrslið er einnig gott á gyllinæð.
Rannsóknir sýna að smyrslið stuðlar að upp-byggingu húðfruma, minnkar bólgumyndun, vinnur gegn hrörnun húðarinnar og húðskemmdum.
Lífrænt vottað smyrsl, án allra aukaefna. pH 7,00.
Það hefur lengi verið vitað að jurtirnar í náttúru Vestfjarða eru göldróttar. Þrátt fyrir tíðar galdrabrennur á Vestfjörðum á árum áður stoppaði það ekki hana Aðalbjörgu þegar hún hóf að þróa og framleiða vörur sínar árið 1990. Allar jurtirnar í vörum Villimey eru handtýndar á Vestfjörðum og verkaðar á Tálknafirði.