Er mjög mýkjandi, græðandi og góður á frunsur. Rannsóknir sýna að Vara Galdur viðheldur fyllingu húðarinnar, vinnur gegn hrörnun húðar og húðskemmdum og er græðandi. Hann mýkir, verndar og gefur fallegan gljáa. Hentugt að setja undir eða yfir varalit. pH 7,00.
Það hefur lengi verið vitað að jurtirnar í náttúru Vestfjarða eru göldróttar. Þrátt fyrir tíðar galdrabrennur á Vestfjörðum á árum áður stoppaði það ekki hana Aðalbjörgu þegar hún hóf að þróa og framleiða vörur sínar árið 1990. Allar jurtirnar í vörum Villimey eru handtýndar á Vestfjörðum og verkaðar á Tálknafirði.