Carrière Frères er litla systir Trudon, stofnað árið 1884. Kertin frá Carrière Frères eru framleidd undir sama þaki og Trudon, í Normandí í Frakklandi. Á meðan Trudon bíður upp á fágaða, marglaga og flókna lyktaprófíla eru Carrière Frères frábær í einfaldleika sínum.
Lyktirnar frá Carrière Frères byggjast upp á blómum, ávöxtum og viðartegundum. Hreinar og bjartar lyktir sem draga þig inn í blómagarða, skóga og á ávaxta akra.
Carrière Frères kertaframleiðandinn hlaut gullverðlaun á heimssýningunni í París 1889 fyrir Ilmkerti sín, enda þótti frumkvöðlastarf þeirra einstakt með hönnun á hágæða ilmkertum til að bregðast við aukinni raflýsingu, sem gerði kerti óþörf til ljósgjafar.
Damaskurós: Guðlegt tákn, „Blómdrottningin“ er upprunalega frá Tyrklandi. Þekkt fyrir fegurð sína og fínleika ilmsins.
Kertið er úr lífrænt vottuðum evrópskum hráefnum og er gert úr 185gr. af 100% jurtavaxi. Kertið er 9cm hátt og 7,5cm í þvermáli og brennur í 45 klst. Ekki er mælt með því að brenna það lengur en 2 klst í senn til að hámarka endingu og lykt.