Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20,000 kr.

Diamine pennahreinsir 30ml.

Diamine pennahreinsir 30ml.

Venjulegt verð
900 kr
Söluverð
900 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

 

Góður penna og oddahreinsir er eitthvað sem ætti að vera til í vopnabúri allra blekpennaeiganda. 

Menn, konur og málleysingjar munu sjálfsagt aldrei koma sér saman um það hversu oft það er nauðsynlegt að hreinsa blekpennan sinn, enda fer það svo sem eftir bæði pennanum og því bleki sem er notað í hann. En eitt er víst að það er óhjákvæmilegt að hreinsa pennan einhverntíman á lífsleið hans og þá er Diamine pennahreinsirinn þinn besti vinur.

Eins getur Diamine blásið lífi í löngu látna penna. Erfðir þú fallegan penna frá ömmu þinni eða afa en hefur aldrei getað notað hann vegna þess að hann er uppþornaður og stíflaður með gömlu bleki? - Þá er um að gera að prófa að dífa honum í Diamine pennahreinsirinn og sjá hvort að það lifni ekki yfir honum.

Pennahreinsirinn er notaður þannig að oddurinn er látinn í vökvan í smá stund og jafnvel er vökvinn dreginn upp í gegnum pennan ef penninn er með pumpu. Þetta má gera nokkrum sinnum og skola pennan með ylvolgu vatni. - þá ætti hann að vera eins og nýr.

Þá er gott og mikilvægt að þrífa pennan og oddinn þegar skipt er um blek eða lit í pennanum.