Vönduð handsaumuð leðurpennaveski með rennilási. Leðrið er sérvalið með tilliti til þess að veskið eldist og veðrist vel og verði því fallegra með árunum og áratugunum eftir mikla notkun.
Fullkomin vörn og fallegt ferðaveski fyrir uppáhalds blekpennana þína.
Pennaveskið er hannað fyrir þrjá penna ásamt því að vera með hólf fyrir kort eða skilríki. Veskið er í stærðinni 157 mm x 89 mm x 21mm.
Galen Leather var stofnað árið 2012 af Zeynep í Istanbúl í Tryklandi. Zeynep greindist með krabbamein í hálsi árið 2012 og undirgekst meðferð sem varð þess valdandi að hún gat ekki talað. Fyrir vikið fór hún að hanna og sauma fallega hluti úr leðri og seldi í gegnum vefverslun, þar sem hún gat átt í samskiptum í gegnum tölvupósta og þurfti ekki að tala við viðskiptavini sína. Reksturinn blómstraði og stækkaði ört á næstu árum, enda lagði hún miklá áherslu að að handvinna vörurnar sínar úr hágæða hráefni sem veðrast og eldist vel.
Zeynep lést árið 2019 eftir baráttu við krabbamein og sér nú bróðir hennar um reksturinn í minningu hennar þar sem áfram er lögð áhersla á hágæða handverk úr fyrsta flokks hráefni.