Kaweco er hágæða þýskur pennaframleiðandi sem hefur verið starfræktur frá árinu 1883. Kaweco pennarnir eru þekktir fyrir afbragðs gæði á viðráðanlegu verði, sem gerir þá vinsæla penna til daglegra nota.
Kaweco AL SPORT blekpennarnir eru virkilega þægilegir og fallegir pennar sem hafa verið lengi í framleiðslu, en Sport lína Kaweco var fyrst kynnt til sögunar fyrir ólympíuleikana í Munchen árið 1972.
Pennin er gerður úr gráu glansandi áli sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð. - Frábær penni til daglegra nota.
Penninn er 13 cm opinn, 10,5cm lokaður og 21 gramm. Penninn kemur í fallegri gjafaöskju.
Penninn tekur standard blekhylki, sem fást í mörgum litum.