![Kaweco blekpumpa, lítil](http://gamla.is/cdn/shop/products/KW49039_Kaweco-Mini-Converter-for-Sport-Pens_P1_{width}x.jpg?v=1637932980)
Kaweco blekpumpurnar eru frábærar fyrir þá sem vilja frekar draga upp blek í blekpennan sinn, frekar en að nota einnota blekhylki.
Litla blekpumpan passar í alla Kaweco sport penna, sem og aðra penna sem alþjóðleg blekhylki passa í.
Það er bæði umhverfisvænt að nota margnota blekpumpu og það gefur þér einnig færi á að nýta allar tegundir bleks í pennan þinn. Við mælum sérstaklega með Herbin blekinu í Kaweco pennana.