Kaweco er hágæða þýskur pennaframleiðandi sem hefur verið starfræktur frá árinu 1883. Kaweco pennarnir eru þekktir fyrir afbragðs gæði á viðráðanlegu verði, sem gerir þá vinsæla penna til daglegra nota.
Kaweco skrautskriftarsettið inniheldur svartan Sport blekpenna með fjórum skrautskriftaroddum í misjöfnum breiddum, 1.1mm, 1.5mm, 1.9mm og 2.3mm.
Settið kemur í fallegri öskju og inniheldur blek og oddavörn.
Frábært sett fyrir byrjendur og lengra komna. - Nú er engin afsökun fyrir illa skrifuð kort og hrafnaspark.