Kodak Ektar 35 filmuvélin er skemmtileg og einföld myndavél sem tekur hefðbundar 35mm filmur, en skilar þó af sér tvisvar sinnum fleiri myndum. Þannig er hægt að taka 72 ljósmyndir á 36 mynda filmu.
Myndavélin er létt og skemmtileg með innbyggðu flassi. Linsan er 22mm F9.5 og lokunarhraði er 1/100 sek. Myndavélin kemur í fallegum Kodak poka.
Kodak er algjör goðsögn þegar kemur að myndavélum og filmum enda var fyrirtækið stofnað árið 1888 í bandaríkjunum.
Legðu nú frá þér símann og taktu upp alvöru gamaldags myndavél þar sem þú færð að upplifa stemminguna við að sækja myndirnar í framköllun og skemmta þér yfir ljósmyndum á pappír sem munu endast um alla ævi.