Árið 2022 reistu Sailor nýja verksmiðju á lóð sinni í Hiroshima, þegar það var gert þurfti að fella tré sem hafði staðið fyrir utan gluggan á gömlu verksmiðjunni í tæpa öld. Ákveðið var að heiðra þetta fallega tré með því að framleiða 500 stk af einstökum Sailor minningarpennum.
Penninn er dásamlega fallegur, þar sem þetta einstaka tré, sem á svo stóran sess meðal starfsfólks Sailor, fær að njóta sín til hins ítrasta. Penninn skartar hinum magnaða 21. kt gulloddi Sailor og er í miðlungs breidd. Penninn kemur í einstaklega fallegri gjafaöskju sem skartar mynd af nýju verksmiðju Sailor.
Eins og áður segir voru aðeins framleiddir 500 stk af þessum blekpenna og aðeins voru 40 pennar sendir til valinna versluna í evrópu. Það er því mikill heiður að fá að selja þennan minningarpenna frá Sailor. Allir pennarnir eru númeraðir og er penninn sem við fengum til sölu númer 285.
---
Sailor pennarnir urðu fyrst til árið 1911 þegar verkfræðingur frá Hiroshima sá breskan blekpenna frá sjómanni sem hafði verið í siglinum þar. Í framhaldi af því ákvað verkfræðingurinn Kyugoro Sakata að framleiða fyrstu japönsku blekpennana, sem við þekkjum í dag sem Sailor penna.
Sailor pennarnir eru þekktir um allan heim fyrir einstaklega vandaða odda sem hafa frábæra skriftareiginleika, enda framleiddir í japan þar sem fínleiki, nákvæmni og vandað handbragð á sér mikla og langa sögu.
Árið 1969 þróuðu Sailor fyrsta 21 kt. gulloddinn í japan sem er af mörgum talinn einn besti blekoddur sem hefur verið framleiddur í heiminum, enda á mýkt hans og nákvæmi sér enga hliðsvæðu.
Commemorative Fountain Pen for Rebuilding Hiroshima Factory er einstakur, handgerður blekpenni frá Sailor. Glæsilegur og sögulegur penni með einstökum 21 kt. gull oddi sem fjaðrar vel sem gefur pennanum frábæra skriftareigileika.
Penninn er gerður úr við og er með gyllingu. Fullkomin fágun og frágangur frá Japan.
Penninn er 13,4cm langur og 29,7 grömm. Penninn er með miðlungs oddi.
Penninn kemur í fallegri viðhafnar Sailor gjafaöskju.