Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr.

Sailor Professional Gear Slim Mini, Blágrár Blekpenni.

Sailor Professional Gear Slim Mini, Blágrár Blekpenni.

Venjulegt verð
24.000 kr
Söluverð
24.000 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

Sailor pennarnir urðu fyrst til árið 1911 þegar verkfræðingur frá Hiroshima sá breskan blekpenna frá sjómanni sem hafði verið í siglinum þar. Í framhaldi af því ákvað verkfræðingurinn Kyugoro Sakata að framleiða fyrstu japönsku blekpennana, sem við þekkjum í dag sem Sailor penna.

Sailor pennarnir eru þekktir um allan heim fyrir einstaklega vandaða odda sem hafa frábæra skriftareiginleika, enda framleiddir í japan þar sem fínleiki, nákvæmni og vandað handbragð á sér mikla og langa sögu.

Árið 1969 þróuðu Sailor fyrsta 21 kt. gulloddinn í japan sem er af mörgum talinn einn besti blekoddur sem hefur verið framleiddur í heiminum, enda á mýkt hans og nákvæmi sér enga hliðsvæðu.

Sailor Professional Gear Slim Mini er lítill og nettur penni sem fer vel í vasa, enda aðeins 10,6cm að stærð þegar hann er lokaður en stækkar upp í 13,2cm þegar lokið er sett á endan á honum, sem gerir hann að góðum skriftarpenna. Penninn er með 14 kt. gull oddi.

Penninn er blágrár með gyllingu. Falleg og fáguð hönnun, Penninn tekur Sailor blekhylki auk þess sem það er hægt að setja Sailor blekpumpu í hann.

Penninn er 10,6cm langur og 17 grömm. Penninn er með miðlungsfínum oddi. (Ath að japanskir oddar eru fíngerðari en evrópskir oddar)

 Penninn kemur í fallegri Sailor gjafaöskju.