Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20,000 kr.

Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.
Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.
Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.

Sailor Shikiori, Dökk rauður Blekpenni.

Venjulegt verð
16.000 kr
Söluverð
16.000 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

Sailor pennarnir urðu fyrst til árið 1911 þegar verkfræðingur frá Hiroshima sá breskan blekpenna frá sjómanni sem hafði verið í siglinum þar. Í framhaldi af því ákvað verkfræðingurinn Kyugoro Sakata að framleiða fyrstu japönsku blekpennana, sem við þekkjum í dag sem Sailor penna.

Sailor pennarnir eru þekktir um allan heim fyrir einstaklega vandaða odda sem hafa frábæra skriftareiginleika, enda framleiddir í japan þar sem fínleiki, nákvæmni og vandað handbragð á sér mikla og langa sögu.

Sailor Shikiori Yodaki penninn er einn af árstíðapennum Sailor, en árstíðirnar eru gríðalega mikilvægar í japanskri menningu. Hvíti endinn á lokinu er tunglið. Dökk rauði Yodaki penninn táknar sumarið í japan, þegar varðeldurinn á ströndinn speglast í næturdökkum sjónum.

Penninn er dökk rauður með gyllingu og fínum stál oddi. Pennin notar Sailor blekhylki og einnig er hægt að setja Sailor Blekpumpu í pennan.

Penninn er 13,4cm langur og 12,2 grömm. Oddur: Fínn. (Ath að japanskir oddar eru fíngerðari en evrópskir oddar)

Penninn kemur í fallegri gjafaöskju.