Veglegt stórt saumasett frá Merchant & Mills sem inniheldur allt sem þarf til að bjarga dressinu og meira til. Frábær gjöf fyrir þá sem vantar gott sett fyrir sumaskapinn, hvort sem það er til að bjarga því sem bjargað verður eða til að sauma ný föt frá grunni.
Saumasettið kemur í fallegum gjafakassa og inniheldur:
- 25 Nálar.
- Skæri.
- Klæðskerakrít.
- Býflugnavax.
- Nálaþræðari.
- Fingurbjörg.
- Málband.
- Saumsprettari
- Títiprjóna.