Trudon kertaframleiðslan var stofnuð árið 1643 og er elsti kertaframleiðandi heims. Trudon er eini konunglegi kertaframleiðandi Frakklands og sá meðal annars um að útvega Napoléon Bonaparte kerti í hæsta gæðaflokki. Á heimssýningunni í París, árið 1889 þegar Eiffelturninn var opnaður, hlaut Trudon Gullverðlaun fyrir framúrskarandi framleiðslu.
Á grunni glæsileika Trudon hafa þau nú kynnt til leiks fljótandi handsápu sem er alveg einstaklega glæsileg, umhverfisvæn og góð fyrir húðina. Virkilega skemmtileg ný vara frá Trudon sem hefur slegið í gegn frá fyrsta degi.
Handsápan kemur í handgerðri Trudon flösku með gylltri pumpu. Glæsilegur gripur á falleg baðherbergi og í eldhúsið.
MÉDIE lyktin: Geip, jasmín og sítrusviður.
Lyktarprófíll:
Höfuð: Mandarína og greip
Hjarta: Franskt cýperis og jasmínblóm
Handsápan kemur í 350ml flöskum.