Trudon kertaframleiðslan var stofnuð árið 1643 og er elsti kertaframleiðandi heims. Trudon er eini konunglegi kertaframleiðandi Frakklands og sá meðal annars um að útvega Napoléon Bonaparte kerti í hæsta gæðaflokki. Á heimssýningunni í París, árið 1889 þegar Eiffelturninn var opnaður, hlaut Trudon Gullverðlaun fyrir framúrskarandi framleiðslu.
Samhliða kertaframleiðslu býður Trudon upp á hágæða húsilm (deffuseur) þar sem sömu olíur eru nýttar og við gerð kertana. Húsilmurinn kemur í fallegum handgerðum glerkrukkum með gylltu loki og ilmstöngum sem vekja athygli fyrir fegurð og fágun.
Húsilmurinn hentar sérstaklega vel þeim sem vilja hafa stöðugan ilmgjafa í rýminu án þess að þurfa að kveikja á kerti. Uppgefinn endingartími á 350ml húsilminum eru 3-4 mánuðir en okkar reynsla á Íslandi sýnir að það sé mjög varlega áætlað og dæmi um að ilmurinn og olían vari í meira en ár hjá okkar viðskiptavinum.
GABRIEL lyktin: Gæðastund við arineld.
Gabríel kemur með hlýju inn á heimilið í vetrarkuldanum. Leður, kashmir tré og sælgætiskeymur dregur fram gamlar og notalegar minningar.
Lyktarprófíll:
Höfuð: Birkiviður og Sykraðar Heslihnetur.
Hjarta: kasmírviður og Mosi.
Grunnur: Sedrusviður, Moskus og Patchouli.
Húsilmurinn fæst í 350ml. krukkum.
Hægt er að sérpanta áfyllingar fyrir húsilminn.